Í þessum hluta er lögð áhersla á tengslamyndun, að byggja upp jákvæð samskipti og leiðsögn. Mun auðveldara er orðið að …
Í þessum hluta er lögð áhersla á tengslamyndun, að byggja upp jákvæð samskipti og leiðsögn.
Mun auðveldara er orðið að byggja upp tengslanet og rækta sambönd leiðbeinanda og lærlings. Með verkfærum á borð við samfélagsmiðla og fjöldann allan af alþjóðlegum og innlendum viðburðum, getum við stækkað tengslanet okkar meira en nokkru sinni fyrr.
Þótt margir geri sér grein fyrir ávinningi tengslaneta er líklegt að sumir viti ekki hvar þeir eigi að byrja eða hvernig tengslamyndun fer fram.
Þessi hluti mun hjálpa þér að skilja hvað tengslamyndun er, hverjir kostir hennar eru, hvernig hún fer fram og hvar. Tengslamyndun er mikilvæg bæði í einkalífi og starfi. Hún getur m.a. hjálpað okkur að kynnast tengiliðum á vinnumarkaðnum, fá atvinnu og gefið okkur tækifæri til að koma okkur á framfæri.
Í öðrum kafla þessa hluta verður fjallað um jákvæð sambönd. Að læra að byggja upp sambönd er mikilvægur þáttur við tengslamyndun (sem tengist einmitt síðasta kafla þessa hluta „Leiðsögn“)
Að þróa með sér færni í að byggja upp ný tengsl og viðhalda þeim, gerir þér kleift að mynda árangursrík mentorsambönd og byggja upp tengslanet.
Í síðasta kaflanum, „Leiðsögn“, fáið þið kynningu á því hvað leiðsögn snýst um. Þar verður notagildi hennar fyrir framþróun í starfi og einkalífi útskýrð. Gerður verður greinarmunur á hlutverki lærlings og leiðbeinanda. Einnig verður farið yfir mikilvæga færni á borð við samskiptafærni og hlustun, auk þess sem farið verður í hlutverkaleik til að útskýra hvernig veita skal endurgjöf.
Þegar búið er að fara í gegnum þessa þrjá kafla tekur þú þátt í æfingu sem ýtir undir faglega og persónulega þróun þína.
Hæfniviðmið
Í þessum hluta verður farið yfir eftirfarandi:- Leiðir til tengslamyndunar.
- Hvernig nota skal núverandi tengslanet.
- Kosti tengslamyndunar og mentorsambanda.
- Hlutverk leiðbeinanda og hvernig árangursríkum mentorsamböndum er viðhaldið.
- Mat á núverandi færni til að byggja upp mentorsamband.